Stóra systir og skotleyfi Vinnumálastofnunnar

Gefið hefur verið skotleyfi á þann sem þiggur atvinnuleysisbætur og viðhefur svokölluð bótasvik inn á síðu Vinnumálastofnunnar. Þar er tengill sem á stendur „Bótasvik. Sendu ábendingu um bótasvik“. Þegar smellt er á hnappinn, birtist síða með eftirfarandi texta: „Ábendingar um meint bótasvik úr atvinnuleysistryggingakerfinu er hægt að senda á Vinnumálastofnun með því að fylla út formið hér að neðan“. Það er beðið um nafn þess sem lætur vita og hugsanlega liggur réttlætið gagnvart þessari aðgerð í að hún er send undir nafni. Ég yrði þakklát ef lögfróðir menn gætu upplýst okkur hin; hvar munurinn gagnvart lögunum liggur, þ.e. í aðgerðum Stóru systur og Vinnumálastofnunnar. Ég fagna umræðunni sem aðgerðir Stóru systur hafa vakið þó ég dragi í efa slíkar aðgerðir almennings. Það er samt staðreynd að það þarf beitt verkfæri til að stinga á kýli.

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Sæl, ég er enginn prófessor en held að munurinn liggi m.a. í eftirfarandi:

Sá sem tilkynnir um bótasvik telur sig vera að tilkynna fullframið brot. Stóra systir tilkynnir um ófullframið brot. Vinnumálastofnun gabbar ekki/hvetur ekki bótasvikara til brotsins, en það gerði Stóra systir. Vinnumálastofnun hótar ekki brotamönnum nafnbirtingu þeirra líkt og Stóra systir gerir. Stóra systir er því að brjóta gegn nokkrum ákvæðum almennu hegningarlaganna sem vinnumálastofnun gerir ekki. Þau ákvæði sem Stóra systur brýtur gegn eru litin alvarlegri augum en vændiskaup ef litið er til refsiramma ákvæðanna. Hins vegar gætu nafnlausar ábendingar til Vinnumálastofnunar verið á gráu svæði, sbr. ákvörðun Persónuverndar hinn 17. ágúst 2011 í máli nr. 2010/1040. 

Mér finnst dapurt að sú umræða sem Stóra systir hlýtur að hafa ætlað að koma af stað, missi algjörlega marks vegna illa ígrundaðra leiða til vekja athygli.  

Nafnlaus (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband