Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Stóra systir og skotleyfi Vinnumálastofnunnar

Gefið hefur verið skotleyfi á þann sem þiggur atvinnuleysisbætur og viðhefur svokölluð bótasvik inn á síðu Vinnumálastofnunnar. Þar er tengill sem á stendur „Bótasvik. Sendu ábendingu um bótasvik“. Þegar smellt er á hnappinn, birtist síða með eftirfarandi texta: „Ábendingar um meint bótasvik úr atvinnuleysistryggingakerfinu er hægt að senda á Vinnumálastofnun með því að fylla út formið hér að neðan“. Það er beðið um nafn þess sem lætur vita og hugsanlega liggur réttlætið gagnvart þessari aðgerð í að hún er send undir nafni. Ég yrði þakklát ef lögfróðir menn gætu upplýst okkur hin; hvar munurinn gagnvart lögunum liggur, þ.e. í aðgerðum Stóru systur og Vinnumálastofnunnar. Ég fagna umræðunni sem aðgerðir Stóru systur hafa vakið þó ég dragi í efa slíkar aðgerðir almennings. Það er samt staðreynd að það þarf beitt verkfæri til að stinga á kýli.

Réttlæti eineltis

Sá sem leggur í einelti réttlætir gjarnan eineltið með því að gefa það út að sá sem lagður er í einelti hafi gefið færi á sér. Ég er tryggur áhorfandi þátta Egils sem ég tel hafa fært okkur ríkari sýn á þjóðmálin. Þessi aðför að málfari ákveðins þingmanns færir okkur ekkert annað en stundarskömm fyrir einn og stundargaman fyrir annan. Ég óttast að aðförin kalli almenna skömm yfir Egil.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband